


Turmeric Tonic Scrub
Túrmerik skrúbburinn er ekki aðeins gerður til að jafna út húðlitinn þinn, minnka roða og sýnileika öra, heldur dregur hann einnig út óhreinindi sem valda bólum og stuðlar að kollagen framleiðslu fyrir heilbrigða, mjúka og geislandi húð. Skrúbburinn er úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum og er vegan og cruelty-free.
Innihaldslýsing
Sea Salt, Jojoba Oil, Grape Seed Oil, Sweet Almond Oil,Turmeric Extract, Vitamin E, Sodium Lauroyl Sarcosinate.
Spurt og svarað
Hver er besta leiðin til að nota skrúbbinn?
Bleytið húðina, nuddið skrúbbnum varlega í hringlaga hreyfingum, með áherslu á bikinílínuna og handarkrika, skolið svo af og þurrkið húðina varlega. Fyrir bestu útkomuna mælum við með að nota hann 2-3 sinnum í viku.
Get ég notað skrúbbinn á hverjum degi?
Þó að skrúbburinn sé mildur, mælum við með að nota hann 2-3 sinnum í viku til að halda húðinni ljómandi og ferskri án ofskrúbbunar.
Get ég notað skrúbbinn á viðkvæma staði?
Skrúbburinn okkar er sérstaklega hannaður til að hugsa um viðkvæmustu svæði líkamans. Hann er fullkominn fyrir bikinílínuna, handarkrika og önnur svæði sem þú vilt láta ljóma.
Er skrúbburinn vegan og cruelty-free?
Já! Skrúbburinn okkar er blanda úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum og er bæði vegan og cruelty-free.
Hvað gerir skrúbburinn?
Líkamsskrúbburinn okkar fjarlægir dauðar húðfrumur og gefur raka á þurrum svæðum. Hann stuðlar einnig að kollagen framleiðslu fyrir heilbrigða og ljómandi húð.
Hvað gerist ef líkamsskrúbburinn kemst í augun?
Ef skrúbburinn kemst í snertingu við augun, skolaðu vandlega. Ef þú upplifir ertingu, hættu notkun.
Get ég notað skrúbbinn ef ég er með húðvandamál?
Þrátt fyrir að skrúbburinn okkar sé gerður úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum mælum við með að ráðfæra þig við heilbrigðisstarfsmann ef þú ert með sérstakar áhyggjur.
Hver er geymsluþoli skrúbbsins?
Líkamsskrúbburinn okkar helst ferskur og virkur í 6 mánuði.
Hvernig ætti ég að geyma skrúbbinn?
Til að viðhalda ferskleika og virkni skrúbbsins, geymið hann vel lokaðan.
Get ég notað skrúbbinn á meðgöngu eða meðan ég er með barn á brjósti?
Þó að líkamsskrúbburinn okkar sé gerður úr náttúrulegum innihaldsefnum mælum við með að þú ráðfærir þig við heilbrigðisstarfsmann áður en þú notar hann á meðgöngu eða meðan á brjóstagjöf stendur.
Notkunarleiðbeiningar
Nuddaðu í hringlaga hreyfingum á raka húð. Gefðu bikinísvæðinu og handakrikunum sérstaka athygli. Skolið vandlega með vatni og þurrkið eins og venjulega. Endurtaktu 2-3 sinnum í viku fyrir sem bestan árangur.
Turmeric Tonic er orðinn minn uppáhalds skrúbbur. Finn að húðin mín er orðin jafnari og allar litlar ójöfnur eða bólur eru farnar. Mæli með!
Ég elska þennan skrúbb! Fullkomlega grófur og skilur húðina eftir silki mjúka. Innihaldsefni skipta mig miklu máli svo þetta fullkomin viðbót. Fer mikið í rækt, sauna og sund og þá kemur skrúbburinn sér extra vel. Mæli mikið með :)

Valkostir



Turmeric Tonic er orðinn minn uppáhalds skrúbbur. Finn að húðin mín er orðin jafnari og allar litlar ójöfnur eða bólur eru farnar. Mæli með!
Ég elska þennan skrúbb! Fullkomlega grófur og skilur húðina eftir silki mjúka. Innihaldsefni skipta mig miklu máli svo þetta fullkomin viðbót. Fer mikið í rækt, sauna og sund og þá kemur skrúbburinn sér extra vel. Mæli mikið með :)
Náttúruleg og vísindalega prófuð innihaldsefni

Jojoba Oil, Grape Seed Oil og Sweet Almond Oil er þrenna af einstaklega nærandi olíum sem hjálpa til við að lýsa ör, jafna húðlit og gefa húðinni mikin raka.

Turmeric Extract er innihaldsefni sem minnkar roða og ójafnan húðlit einnig mýkir það dökka bletti og litabreytingar á húðinni.

Sea Salt ýtir undir jafnvægi á olímyndun líkamans, hreinsar svitaholur og berst gegn bakteríum sem valda bólum, mýkir og sléttir húð.

Gott að vita!
Turmeric Tonic skrúbburinn er aðeins ætlaður til útvortis notkunar. Haltu þér við bikinílínuna og forðastu leggöng og skapabarma. Ef þú ert að prófa vöruna í fyrsta sinn er alltaf gott að prófa fyrst á litlu svæði og hætta notkun ef erting kemur fram.
Turmeric Tonic er orðinn minn uppáhalds skrúbbur. Finn að húðin mín er orðin jafnari og allar litlar ójöfnur eða bólur eru farnar. Mæli með!
Ég elska þennan skrúbb! Fullkomlega grófur og skilur húðina eftir silki mjúka. Innihaldsefni skipta mig miklu máli svo þetta fullkomin viðbót. Fer mikið í rækt, sauna og sund og þá kemur skrúbburinn sér extra vel. Mæli mikið með :)