Fara í efni

Karfa

Karfan þín er tóm

Grein: Breytingaskeið kvenna: Áhrif á líkama, kynlöngun og andlega líðan

Breytingaskeið kvenna: Áhrif á líkama, kynlöngun og andlega líðan

Breytingaskeið kvenna: Áhrif á líkama, kynlöngun og andlega líðan

Breytingaskeið kvenna er tímabil þar sem framleiðsla hormónanna estrógens og prógesteróns dregst saman, egg hætta að þroskast og frjósemi minnkar. 

Þetta er náttúrulegt skeið í lífi hverrar konu sem gerist vanalega í kringum fimmtugt og varir að meðaltali í um 5-7 ár. Þetta er þó breytilegt milli kvenna þar sem skeiðið getur hafist fyrr fyrir sumar konur og síðar fyrir aðrar. Lengd tímabilsins er einnig breytilegt á milli kvenna. 

Hvernig hefur breytingaskeiðið áhrif á líkamann?

Flestar konur upplifa einhverskonar einkenni á breytingaskeiðinu og er misjafnt hvort þær upplifi mikil eða lítil einkenni. 

Sumar konur upplifa jákvæð einkenni á breytingaskeiðinu svo sem aukin orka eða vellíðan, aukið sjálfstraust og betri almenn andleg líðan. 

Margar konur upplifa einnig neikvæð einkenni, svo sem svefntruflanir vegna sveiflna í hormónum, beinþynning, hitakóf og fleira. Algengt er að konur upplifi leggangaþurrk á meðan að breytingaskeiðinu stendur vegna þessara hormónabreytinga. 

Þetta getur því verið virkilega breytileg reynsla á milli kvenna, og þarf eitt ekki að útiloka annað, þ.e.a.s. margar konur upplifa bæði jákvæðu og neikvæðu hliðar breytingaskeiðsins. 

Breytingaskeiðið og áhrif á leggöngin

Eins og nefnt er hér fyrir ofan er að margar konur upplifa leggangaþurrk á meðan breytingaskeiðinu stendur. Þetta gerist vegna mikilla hormónasveiflna, þar sem framleiðsla á estrógeni og prógesteróni dregst saman. 

Estrógen gegnir lykilhlutverki í að viðhalda heilbrigðri slímhimnu í leggöngunum. Þegar estrógen magn minnkar, geta konur upplifað þurrk og óþægindi sem fylgja því ásamt breytingum á pH-gildi sem getur leitt af sér auknar líkur á bakteríu- og sveppasýkingum

Þessi einkenni geta valdið óþægindum í leggöngum svo sem sársauka þegar stundað er kynlíf, minnkandi kynhvöt og minni líkur á fullnægingu. 

Kynlíf og breytingaskeið

Um 40% kvenna upplifa minnkun á kynlöngun á breytingaskeiðinu. Ástæða þess er lækkun á kynhormónum og upplifa því margar konur litla kynhvöt á þessum tíma. 

Algengast er að þessi minnkandi kynhvöt sé vegna þurrks í leggöngum. Einnig getur þetta komið fram vegna skapsveiflna og þar af leiðandi álagi á sambönd, breytingu á sjálfsmynd og að konur upplifi sig minna aðlaðandi en áður. 

Mikilvægt er að ræða við maka um væntingar þegar að kemur að kynlífi og upplifun og einkenni sem fylgja þessu skeiði. Það gæti þurft að finna nýjar leiðir til þess að viðhalda nánd og halda kynlöngun uppi. 

Ef minnkandi kynhvöt stafar af þurrki í leggöngum er gott að skoða náttúrulegar lausnir svo sem bætiefni sem auka raka í leggöngum

Áhrif breytingaskeiðs á húðina

Estrógen skiptir ekki einungis máli fyrir leggöngin, heldur einnig fyrir húðina. Á breytingaskeiðinu getur húðin tapað raka og orðið þurr og minna teygjanleg. Húðin getur einnig orðið þynnri og því orðið viðkvæmari. 

Gott er því að huga að því að viðhalda raka húðarinnar þar sem hún tapar meiri vökva á þessu tímabili. 

Ráð við einkennum breytingaskeiðs 

Til þess að slá á einkenni breytingaskeiðs sem koma að leggöngum og húð er mikilvægt að huga að vatnsdrykkju til þess að viðhalda jafnvægi í raka líkamans. Einnig er gott að taka inn góðar olíur svo sem ólífuolíu, avocado olíu o.s.frv. 

Einnig er gott að nota góðar húðvörur sem styðja við raka húðar og legganga. Góðir rakagefandi skrúbbar geta gert mikið fyrir raka og teygjanleika húðarinnar líkt og Sex on the Peach skrúbburinn frá Her Juice Bar. Góðir rakagjafar fyrir húðina á borð við möndluolíu, JoJoba olíu og fleiri, geta skipt sköpum fyrir raka og teygjanleika húðarinnar.  

Bætiefnið Wet Martini hefur hjálpað fjölda konum á öllum aldri við leggangaþurrk, ekki síst þeim sem eru á breytingaskeiði. Bætiefnið eykur raka í leggöngum, dregur úr óþægindum á borð við kláða og óþægindum í kynlífi, ásamt því að auka líkur á fullnægingu og auka kynhvöt. 

Þar sem þurrkur og bakteríusýkingar geta oft verið meiri á þessu tímabili er einnig gott að huga að mildum, rakagefandi og nærandi sápum fyrir kynfærasvæðið

Andleg líðan á breytingaskeiði 

Áhrif breytingaskeiðs á andlega líðan koma fram í til að mynda ayknu þunglyndi eða kvíða. Einnig geta konur upplifað miklar skapsveiflur sem getur reynst erfitt að ná stjórn á, en kemur þetta fram vegna hormónabreytinga og ójafnvægis. 

Gott er að ráðfæra sig við sérfræðinga eins og heimilislækni og/eða sálfræðing til þess að fá ráðgjöf vegna andlegra og líkamlegra einkenna breytingaskeiðs. Þar með er hægt að fá viðeigandi hjálp til þess að koma auga á einkenni og vinna í gegnum þau. 

Mikilvægt er að finna lausnir sem henta hverjum og einum þar sem allar konur eru mismunandi og þurfa  að fara misjafnar leiðir. 

Read more

Allt um inngróin hár: Hvernig fyrirbyggi ég og losna við inngróin hár?

Allt um inngróin hár: Hvernig fyrirbyggi ég og losna við inngróin hár?

Inngróin hár eru algeng óþægindi sem líklegast flestir sem raka sig, stunda vaxmeðferðir eða plokka hafa upplifað. Þau geta valdið bólgu, kláða og öðrum óþægindum, en sem betur fer eru til lausnir ...

Lesa meira
Kynlíf og PMS: Áhrif á konur og hvað er til ráða?

Kynlíf og PMS: Áhrif á konur og hvað er til ráða?

Hvað er PMS og hverjir eru einkennin? Fyrirtíðaspenna, eða PMS, er algengt ástand sem talið er að hafi áhrif á um 75% kvenna á einhverjum tímapunkti á ævinni, en alvarleiki þess getur verið mjög mi...

Lesa meira