Fara í efni

Karfa

Karfan þín er tóm

Grein: Allt um inngróin hár: Hvernig fyrirbyggi ég og losna við inngróin hár?

Allt um inngróin hár: Hvernig fyrirbyggi ég og losna við inngróin hár?

Allt um inngróin hár: Hvernig fyrirbyggi ég og losna við inngróin hár?

Inngróin hár eru algeng óþægindi sem líklegast flestir sem raka sig, stunda vaxmeðferðir eða plokka hafa upplifað. Þau geta valdið bólgu, kláða og öðrum óþægindum, en sem betur fer eru til lausnir til að fyrirbyggja og draga úr einkennum.

Hvers vegna myndast inngróin hár?

Þau myndast þegar hár sem átti að vaxa upp úr hársekkjum beygir sig aftur niður í húðina eða vex undir yfirborði húðarinnar. Þetta getur valdið:

  • Roða og bólgu

  • Litlum, hvítum bólum eða litlum sársaukafullum hnúðum

  • Kláða eða ertingu á svæðinu

Algeng ástæða inngróinna hára eru uppbygging dauðra húðfrumna á svæðinu. Það getur stíflað hársekkina og komið í veg fyrir að hárin vaxi upp á eðlilegan hátt. Ef þú rakar þig oft, þá eru meiri líkur á því að fá inngróin hár og einnig er eru meiri líkur á inngrónum hárum fyrir þá sem eru með þykkan og grófan hárvöxt. 

Hvernig fyrirbyggi ég inngróin hár?

Best er að sleppa því að fjarlægja hár til þess að koma í veg fyrir þau inngrónu, en ef það hentar ekki skaltu fylgja þessum ráðum:

  • Veittu húðinni daglegan raka: Notaðu rakakrem daglega og einnig rakagefandi skrúbba. Þetta gerir það að verkum að hárin eiga auðveldara með að vaxa út. 

  • Hreinsaðu húðina fyrir rakstur/vaxPassaðu að húðin sem fjarlægja á hár frá sé hrein. Ef um er að ræða bikinísvæðið, skaltu passa að nota milda sápu sem truflar ekki pH-gildi kynfæranna

  • Mýkið húðina fyrir rakstur: Notaðu rakakrem og rakagefandi skrúbba og skolaðu einnig svæðið með heitu/volgu vatni til að mýkja hárin og húðina fyrir rakstur.

  • Notaðu beitt rakvélarblað: Ef þú rakar þig, passaðu þá upp á að nota góð og beitt rakvélablöð. Slöpp blöð auka hættuna á ertingu og að hár verði skorin of stutt. Skiptu um blað reglulega til að minnka hættuna á ertingu og óhreinindum.

  • Skrúbbaðu húðina reglulega: Skrúbbur getur fjarlægt dauðar húðfrumur og komið í veg fyrir að hársekkir stíflist. Gott er að skrúbba svæðið 1-3 í viku. 

  • Forðastu of stuttan rakstur: Ekki raka hár alveg niður að húðinni. Láttu smá lengd vera eftir þar sem það getur komið í veg fyrir að óhreinindi og bakteríur komist inn fyrir húðina. 

Hvernig fjarlægi ég inngróin hár

  • Notaðu heitan þvottapoka: Notaðu heitan þvottapoka á svæðið í nokkrar mínútur til að opna svitaholurnar og gera hárunum auðveldara að komast út. 

  • Skrúbbaðu með mildum skrúbbi: Notaðu mildan skrúbb til þess að fjarlægja dauðar húðfrumur og hreinsa svæðið. Það hjálpar hárunum að komast út. 

  • Notaðu sótthreinsandi efni: Ef svæðið sýnir merki um bólgur eða ertingu, notaðu milda sótthreinsandi vöru til að forðast sýkingu.

  • Forðastu að kreista: Ekki reyna að kreista eða plokka inngróin hár, þar sem það getur valdið meiri ertingu eða jafnvel örum. Ef þú sérð hárið komið upp á yfirborðið getur þú varlega fjarlægt það. 

  • Notaðu Tea Tree Olíu: Tea Tree olía hefur bólgueyðandi og sótthreinsandi eiginleika svo gott er að nota olíuna sjálfa eða vörur sem innihalda hana líkt og milda Tea Tree sápu

Náttúrulegar lausnir við inngrónum hárum frá Her Juice Bar

Með því að nota náttúrulegar vörur eins og skrúbba frá Her Juice Bar Iceland geturðu bætt ástand húðarinnar og fyrirbyggt vandamál tengd inngrónum hárum. Hvort sem þú ert að leita að fyrirbyggjandi aðgerðum eða lausnum við núverandi vandamálum, þá eru þessar vörur mildar og áhrifaríkar leiðir til að hlúa að húðinni.

Turmeric Tonic skrúbburinn inniheldur, eins og nafnið gefur til kynna, Turmeric sem hefur bólgueyðandi og róandi eiginleika sem henta vel fyrir inngróin hár. Skrúbburinn jafnar einnig húðlit og endurnýjar húðina með því að fjarlægja dauðar húðfrumur og stuðla að kollagen framleiðslu. 

Long Island Tea skrúbburinn inniheldur náttúruleg innihaldsefni sem fjarlægja dauðar húðfrumur og mýkja húðina. Skrúbburinn hreinsar einnig húðina varlega með því að notast við bakteríudrepandi og örverueyðandi eiginleika Tea Tree. Hann er frábær fyrir reglulega notkun til að viðhalda hreinni og heilbrigðri húð.

Tea Tree Daiquiri hreinsirinn inniheldur Tea Tree Olíu, sem hefur bakteríudrepandi eiginleika og hjálpar til við að hreinsa húðina og koma í veg fyrir bólgur og sýkingar. Hann er mildur en jafnframt hreinsandi og truflar ekki pH-gildi legganganna. 

 

Read more

Heilbrigði viðkvæmra svæða hefst með réttri umhirðu : Rétta sápan til að viðhalda náttúrulegu jafnvægi

Heilbrigði viðkvæmra svæða hefst með réttri umhirðu : Rétta sápan til að viðhalda náttúrulegu jafnvægi

Af hverju skiptir pH-jafnvægi máli? Að viðhalda jafnvægi í pH-gildi er grundvallaratriði fyrir heilbrigði viðkvæmra svæða, þar sem það veitir fyrstu vörn gegn ertandi efnum, skaðlegum bakteríum og ...

Lesa meira
Breytingaskeið kvenna: Áhrif á líkama, kynlöngun og andlega líðan

Breytingaskeið kvenna: Áhrif á líkama, kynlöngun og andlega líðan

Breytingaskeið kvenna er tímabil þar sem framleiðsla hormónanna estrógens og prógesteróns dregst saman, egg hætta að þroskast og frjósemi minnkar.  Þetta er náttúrulegt skeið í lífi hverrar konu s...

Lesa meira