Fara í efni

Karfa

Karfan þín er tóm

Grein: Eiturefni í Snyrti- og Húðvörum & Mikilvægi þess að velja Hreinar og Náttúrulegar Vörur

Eiturefni í Snyrti- og Húðvörum & Mikilvægi þess að velja Hreinar og Náttúrulegar Vörur

Eiturefni í Snyrti- og Húðvörum & Mikilvægi þess að velja Hreinar og Náttúrulegar Vörur

Sífellt fleiri eru farnir að veita innihaldsefnum húðvara, matvara og annarra vara sem eru innbyrtar eða bornar á húð, meiri athygli og hvernig innihaldsefnin hafa áhrif á heilsu, umhverfi og jafnvel framtíðarkynslóðir. Ótal vörur innihalda óæskileg eiturefni, paraben, rotvarnarefni og/eða alkóhól, sem geta haft neikvæðar afleiðingar á bæði líkamann og umhverfið.

Undanfarin ár hefur vaxandi vitund um áhrif eiturefna í vörum sem við notum eða neytum leitt til aukinnar eftirspurnar eftir hreinum og náttúrulegum valkostum. Í Skandinavíu hefur sprenging orðið í áhuga og neyslu náttúrulegra vara, og á Íslandi hafa margir snúið sér að umhverfisvænum og eiturefnalausum kostum. Neytendur eru farnir að gera meiri kröfur til framleiðenda um gagnsæi í innihaldslýsingum og sáust skref tekin í rétta átt með aukinni notkun náttúrulegra efna.

Hættuleg efni og áhrif þeirra

Margar hefðbundnar húðvörur innihalda rotvarnarefni sem notuð eru til að lengja endingartíma vöru. Áhrif rotvarnarefna hafa oft verið tengd við truflanir á hormónum líkamans og geta jafnvel haft áhrif á frjósemi. Alkóhól er annað algengt innihaldsefni sem getur þurrkað upp og ert húðina, sem getur til dæmis leitt til ofnæmisviðbragða eða myndun exems. 

Auk þess innihalda margar snyrtivörur og húðvörur tilbúin ilmefni, sem geta valdið ofnæmum og ertingu, ekki bara fyrir notandann heldur einnig fyrir þá sem eru í kring líkt og börn. Mörg þessara efna skila sér einnig út í umhverfið, menga vatn og geta haft neikvæð áhrif á dýr og plöntur.

Rotvarnarefni og önnur hormónatruflandi efni geta haft áhrif á þroska og heilsu barna. Því skiptir miklu máli að velja náttúrulegar vörur sem innihalda ekki skaðleg efni, sérstaklega fyrir barnshafandi konur og foreldra sem vilja vernda börn sín fyrir mengun og eiturefnum.

Alkóhól í húðvörum

Alkóhól er oft notað í snyrtivörum vegna þess að það hjálpar til við að blanda innihaldsefnum saman og hraða upptöku í húðina. Hins vegar getur það haft þurrkandi áhrif, ert húðina og jafnvel stuðlað að hraðari öldrun hennar. Fyrir viðkvæma húð getur alkóhól leitt til ofnæmisviðbragða og aukinnar húðertingar. Dæmi um alkóhól í snyrtivörum eru etanól, isoprópanól og benzyl alcohol.

Náttúruleg innihaldsefni eins og Aloe Vera eða rósavatn eða geta veitt svipaða áferð án þess að valda þurrki. 

Rotvarnarefni og paraben í húðvörum

Rotvarnarefni, þar á meðal paraben, eru notuð til að koma í veg fyrir vöxt baktería og sveppa í snyrtivörum. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að sum paraben geta haft hormónaraskandi áhrif og herma eftir estrógeni í líkamanum, sem getur haft áhrif á hormónajafnvægi og hugsanlega tengst ýmsum heilsufarsvandamálum. Algeng paraben í snyrtivörum eru methylparaben, propylparaben og butylparaben.

Náttúruleg rotvarnarefni eins og E-vítamín og náttúruleg ilmkjarnaolíur líkt og Tea Tree og Rósmarín olíur, geta hjálpað til við að varðveita snyrtivörur koma í veg fyrir vöxt baktería og sveppa í snyrtivörum án skaðlegra áhrifa á líkamann.

Triclosan – skaðlegt efni í sápum og skrúbbum

Triclosan er bakteríudrepandi efni sem oft er að finna í handsápum, skrúbbum og sumum kynfærasápum. Þrátt fyrir að það sé ætlað að berjast gegn bakteríum, hefur triclosan verið tengt við hormónatruflanir og getur stuðlað að þróun ákveðinna baktería. 

Náttúrulegar bakteríudrepandi lausnir eins og Tea Tree olía, eplaedik eða hunang geta veitt sömu hreinsandi eiginleika án þess að hafa skaðleg áhrif á heilsu eða umhverfi.

Hreinar, náttúrulegar og eiturefnalausar lausnir fyrir konur frá Her Juice Bar 

Her Juice Bar leggur áherslu á náttúrulegar vörur sem eru lausar við eiturefni, alkóhól, paraben og önnur rotvarnarefni. Vörurnar eru ætlaðar til að veita líkamanum hreina og nærandi umhirðu án skaðlegra efna. Þær eru gerðar úr hágæða náttúruefnum sem styðja við kynheilsu, kynferðislega ánægju og almenna heilsu kvenna. 

Skoðaðu vöruúrval Her Juice Bar hér

 

Read more

Kynlíf og PMS: Áhrif á konur og hvað er til ráða?

Kynlíf og PMS: Áhrif á konur og hvað er til ráða?

Hvað er PMS og hverjir eru einkennin? Fyrirtíðaspenna, eða PMS, er algengt ástand sem talið er að hafi áhrif á um 75% kvenna á einhverjum tímapunkti á ævinni, en alvarleiki þess getur verið mjög mi...

Lesa meira