Fara í efni

Karfa

Karfan þín er tóm

Grein: Hvernig hefur PMS (fyrirtíðaspenna) áhrif á konur og hvað er til ráða?

Hvernig hefur PMS (fyrirtíðaspenna) áhrif á konur og hvað er til ráða?

Hvernig hefur PMS (fyrirtíðaspenna) áhrif á konur og hvað er til ráða?

Fyrir margar konur er fyrir fyrirtíðaspenna, einnig þekkt sem PMS (Premenstrual Syndrome), tími sem fylgir óþægindum og skapsveiflum sem geta haft áhrif á daglegt líf. PMS er algengt og getur verið mánaðarleg áskorun fyrir margar konur sem hefur áhrif á líkamlega og andlega líðan. 

Hverjar eru orsakir PMS/fyrirtíðaspennu?

Talið er að PMS orsakist vegna ójafnvægis sem myndast á kvenhormónunum estrógen og prógestroni sem er framleitt á síðari hluta tíðahrings. Þessi tvö hormón sækjast sífellt að vera í jafnvægi en þegar þetta jafnvægi raskast er talið að fyrirtíðaspenna myndist. 

Kenningar sýna fram á að á þessu tímabili á milli eggloss og blæðinga, sem nefnt er gulbússkeið (e.luteal phase), séu hormónar að ná hámarki og falla svo hratt sem getur leitt til einkenna eins og kvíða, pirrings og annarra skapsveiflna. 

Þar að auki gegna taugaboðefnin serótónín og noradrenalín margvíslegum mikilvægum hlutverkum í líkamanum, meðal annars með því að hjálpa til við að stjórna skapi, tilfinningum og hegðun. Þessir taugaboðefni geta einnig haft áhrif á einkenni PMS. Til dæmis getur lækkun á estrógenmagni örvað losun noradrenalíns, sem leiðir til minni framleiðslu á dópamíni, asetýlkólíni og serótóníni. Þessar breytingar geta valdið svefnvandamálum og leitt til þyngra skaps eða þunglyndi. 

Rannsóknir hafa þó ekki sýnt fram á endanlega og sannreynda niðurstöður hvers vegna nákvæmlega við upplifum einkenni PMS og eru orsakir því einfaldlega byggðar á kenningum. 

Hver eru einkenni PMS?

PMS einkennist af fjölbreyttum líkamlegum og andlegum óþægindum sem hefjast venjulega einni til tveimur vikum fyrir blæðingar. Helstu einkenni eru m.a. miklir verkir í kviði, uppþemba, skapsveiflur þar sem aukinn pirringur, þunglyndi eða kvíði eykst, mikil þreyta og sveiflur á matarlyst. Einnig er algengt að konur finni fyrir höfuðverkjum, bjúg og minnkandi kynhvöt.  

Einkenni geta verið mismunandi milli kvenna og jafnvel mismunandi milli mánaða.

Hvað eru margar konur sem glíma við PMS?

Talið er að um 30-40% kvenna á barneignaraldri þjáist af PMS og að um 75% kvenna upplifi einhver einkenni PMS á lífsleiðinni. Um 10% kvenna fá alvarleg einkenni sem getur komið í veg fyrir að þær komist til vinnu, í skóla eða sinni sínum daglegum erindum vegna sársauka. 

Hver eru áhrifin á konur?

PMS getur haft áhrif á andlega og líkamlega vellíðan, vinnuafköst og sambönd. Fyrir sumar getur verið áskorun að halda uppi daglegri rútínu, þegar líkaminn er undir miklu álagi. Eins og nefnt er fyrir ofan upplifa um 10% kvenna alvarleg og virkilega sársaukafull einkenni sem kemur í veg fyrir að þær geti sinnt sínum daglegu erindum og verkefnum. 

Hvernig er hægt að lina einkenni PMS?

Til eru margar leiðir til að draga úr eða lina einkenni PMS. Meðal annars getur hreyfing mildað einkenni og breyting á mataræði með því að auka trefjar og Omega-3 fitusýrur. Einnig getur slökun hjálpað til á þessum tíma. 

Náttúrulegar lausnir sem innihalda hormóna styðjandi jurtir og rætur geta stytt þennan tíma og linað einkenni. Til að mynda getur Maca Rót hjálpað til við að ná hormónajafnvægi, ásamt Ashwagandha, Magnesíum, Fennel fræjum,  ásamt öðrum vítamínum, rótum og jurtum. 

PMS Mixer – Nýjung frá Her Juice Bar sem styður við hormónakerfið

Her Juice Bar Iceland býður upp á PMS Mixer, bætiefni sem eru sérstaklega hönnuð til að hjálpa konum að takast á við einkennin sem fylgja PMS.

PMS Mixer inniheldur áhrifaríka blöndu af nærandi vítamínum og jurtum sem vinna saman til að létta krampa, draga úr bjúg, minnka streitu og auka orku. Meðal annars inniheldur PMS Mixer magnesíum, B-vítamín, D-vítamín, Maca Rót, Chaste Tree Berry Extract, Ashwagandha og fleiri innihaldsefni sem styðja við hormónajafnvægi og draga úr verkjum og bólgum.  

Chaste Tree Berry Extract hjálpar til við að mynda hormónajafnvægi og dregur þar af leiðandi úr PMS-einkennum eins og skapsveiflum og brjósta eymslum.

Dong Quai Rót er annað innihaldsefni bætiefnisins sem dregur úr verkjum og eykur blóðflæði til að létta á óþægindum tengdum PMS.

Maca Rót sem er enn eitt innihaldsefni sem styður við hormónajafnvægi, getur aukið kynvhöt, dregur úr streitu og fleira. 

Fennel Fræ hjálpa svo til við að draga úr uppþembu og meltingarvandamálum sem tengjast PMS.

Lestu nánar um öll innihaldsefnin í PMS Mixer hér

Heilsulausnir sem virka

Með aukinni þekkingu á einkennum PMS og á lausnum er hægt að gera tímann fyrir blæðingar töluvert bærilegri.

Tölum saman, finnum lausnir sem virka fyrir okkur og minnkum álagið sem fylgir PMS/fyrirtíðaspennu og bætum þar af leiðandi lífsgæði!

 

Read more

Leggangaþurrkur: Áhrif á konur og lausnir sem virka
Bætiefni

Leggangaþurrkur: Áhrif á konur og lausnir sem virka

Leggangaþurrkur er algengur meðal kvenna en oft þaggað þema í heilsutengdri umræðu. Þurrkurinn getur haft áhrif á andlega og líkamlega vellíðan kvenna og veldur stundum óþægindum eða jafnvel sársau...

Lesa meira
Heilbrigði viðkvæmra svæða hefst með réttri umhirðu : Rétta sápan til að viðhalda náttúrulegu jafnvægi

Heilbrigði viðkvæmra svæða hefst með réttri umhirðu : Rétta sápan til að viðhalda náttúrulegu jafnvægi

Af hverju skiptir pH-jafnvægi máli? Að viðhalda jafnvægi í pH-gildi er grundvallaratriði fyrir heilbrigði viðkvæmra svæða, þar sem það veitir fyrstu vörn gegn ertandi efnum, skaðlegum bakteríum og ...

Lesa meira